Innlent

Hámarksrefsing verði 16 ár í stað 6 ára

Dómsmálaráðherra leggur til að skilgreining almennra hegningarlaga á nauðgun verði víkkuð þannig að önnur kynferðisnauðung og misnotkun á bágu andlegu ástandi falli innan refsiramma fyrir nauðgun. Þetta er töluverð refsiþynging þar sem hámarks refsing fyrir slík brot er 6 ár en verður 16 ár ef frumvarpið nær fram að ganga.

Þetta þýðir að þeir sem notfæra sér bágt andlegt ástand annars aðila, s.s. ef þolandinn getur ekki varið sig sökum áfengisdauða, geðveilu eða þroskamunar, gerast þar með sekir um nauðgun. Einnig er lagt til í frumvarpinu að sett verði inn ákvæði til refsiþyngingar ef þolandi er mjög ungur. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra segir að "mjög ungt" verði ekki tilgreint nánar heldur verði túlkunaratriði dómara í hverju tilfelli fyrir sig.

Dómsmálaráðherra lagði lagabreytingarfrumvarpið fram á ríkisstjórnarfundi í morgun og verður það síðan lagt fyrir Alþingi til atkvæðagreiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×