Erlent

Ferjuslys í Helsingør

Fjórir slösuðust lítils háttar þegar tvær ferjur rákust saman í höfninni í Helsingør í Danmörku í morgun. Þétt þoka lá yfir höfninni í morgun og sáu skipstjórar ferjanna hvorugur hina ferjuna. Ferjurnar sigla báðar milli Danmerkur og Svíþjóðar en minni ferjan er mikið skemmd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×