Erlent

Staðfest sprengiefni í Vollsmose

MYND/AP

Efnafræðirannsókn hefur staðfest að efni sem fannst við húsleit í Vollsmose í Danmörku, þegar níu menn voru handteknir, er heimatilbúið sprengiefni. Berlingske Tidende segir frá því í dag að skýrsla dönsku Efnafræðirannsóknastofnunarinnar um sprengiefnið hafi fundist á fjúki í Háskólagarðinum fyrir utan stofnunina.

Sprengiefnið tríasetonperoxíð, TATP, er tiltölulega auðvelt að útbúa og er það því oft notað af sjálfsmorðssprengimönnum í Miðausturlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×