Sport

Inter og AC Milan byrja með sigri

Mílanó-liðin Inter og AC byrja af krafti í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, en fyrsta umferðin var leikin um helgina. AC Milan lagði Lazio á heimavelli sínum í dag en Inter bar sigurorð af Fiorentina í gær, 3-2.

Richardo Oliveira, sem keyptur var til AC Milan rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaðist í síðasta mánuði, skoraði í sínum fyrsta leik fyrir liðið en hitt markið í 2-1 sigri skoraði Filipo Inzaghi. AC Milan er þar með komið með -5 stig en sem kunnugt er var félaginu dæmt að hefja keppni með átta stig í mínus vegna þáttökunnar í skandalnum sem komst upp um síðasta vetur.

Inter vann nauman sigur á Fiorentina í gær, 3-2, en mörk liðsins skoruðu Esteban Cambiasso (2) og Zlatan Ibrahimovich, sem var að leika sinn fyrsta leik. Hann var í fremstu víglínu liðsins ásamt Hernan Crespo og á miðju liðsins var Patrcik Vieira í byrjunarliðinu. Luca Toni skoraði bæði mörk Fiorentina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×