Innlent

Erill hjá lögreglunni í Reykjavík

Margt fólk var í miðbæ Reykjavíkur í nótt og var ölvun talsverð. Erill var hjá lögreglunni, sex gistu fangageymslur og fjórar minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar. Fjórir voru teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavíki í nótt og þrír í morgun en þeir voru á leið í vinnu á bílnum án þess að almennilega væri runnið af þeim eftir nóttina. Þá tók lögreglan í Hafnarfirði þrjá fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í nótt, tveir þeirra voru á 150 kílómetra hraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×