Innlent

Íslandsmeistarmót í kranastjórnun

Ingi Björnsson, Íslandsmeistari í kranastjórnun
Ingi Björnsson, Íslandsmeistari í kranastjórnun
Íslandsmeistarmótið í kranastjórnun var haldið í dag. Rúmlega 50 manns tóku þátt í keppninni í ár en keppendur þurftu að fara sérstaka þrautabraut á sem stystum tíma. Keppnin í ár var hörð en Ingi Björnsson frá fyrirtækinu Feðgar í Hafnarfirði hreppti fyrsta sætið. Þetta er annað árið í röð sem hann vinnur titilinn. Með sigrinum hefur hann unnið sér inn þáttökurétt í Evrópumeistarmóti í kranastjórnun sem haldið verður í Þýskalandi. Ingi tók þátt í Evrópumeistarmótinu í fyrra og lenti þá í öðru sæti. Það var fyrirtækið MEST sem stóð fyrir keppninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×