Sport

Chelsea vann 2-0

Benni McCarthy hjá Blackburn berst við Claude Makelele í leiknum í dag.
Benni McCarthy hjá Blackburn berst við Claude Makelele í leiknum í dag. MYND/AP
Eftir frekar slakan fyrri hálfleik rifu meistararnir sig upp á rassgatinu og lönduðu 2-0 sigri á Blackburn. Frank Lampard skoraði úr vítaspyrnu á 50. mínútu en Mark Hughes var sturlaður á hliðarlínunni vegna dómsins. Drogba skoraði annað markið á 82. mínútu eftir sendingu frá Essien. Hann hristi af sér Ooijer og skoraði. Ooijer lék sinn fyrsta leik í deildinni fyrir Blackburn og fann heldur betur fyrir því, dæmt á hann víti og missti Drogba framhjá sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×