Sport

Everton kom mér aftur í landsliðið

Andrew Johnson fagnar marki sínu gegn Tottenham, varnarmenn Tottenham voru í stökustu vandræðum með hann í leiknum.
Andrew Johnson fagnar marki sínu gegn Tottenham, varnarmenn Tottenham voru í stökustu vandræðum með hann í leiknum. MYND/AP

Andrew Johnson, sem keyptur var fyrir metfé til Everton í sumar, hefur heldur betur komið sér vel fyrir í nýja liðinu. Hann hefur skorað tvö mörk í þremur leikjum fyrir Everton og átti frábæran leik gegn Tottenham í gær. Hann var nýlega kallaður aftur í enska landsliðið fyrir Evrópuleikina gegn Andorra og Makedóniu.

Johnson sem er 25 ára sagði: "Þegar ég gekk í raðir Everton, sagði ég að félagaskiptin væru góð fyrir metnað minn til að leika í landsliðinu, það reyndist vera rétt."

"Allir leikmenn vilja vera í sínu landsliði og ég er ekkert öðruvísi. Nú vonast ég bara til að fá að spila í leikjunum tveimur."

"Ég er ánægður með leikform mitt með Everton og ég verð að þakka strákunum í liðinu fyrir að gera mér auðvelt fyrir."

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×