Fundu stóran landnámsskála að Hrísbrú 9. ágúst 2006 18:45 Fornleifafræðingar við uppgröft að Hrísbrú í Mosfellsdal hafa grafið niður á stóran landnámsskála þar sem hugsanlegt er að Egill Skallagrímsson hafi borið beinin. Stærð skálans og munir sem fundist hafa við uppgröftinn renna stoðum undir það að þar hafi búið höfðingjar á landnámsöld. Fornleifauppgröftur hefur staðið yfir undanfarin sumur á Hrísbrú undir stjórn Jesses Byocks, prófessors í fornnorrænum fræðum við Kaliforníuháskóla. Þar hefur margt merkilegt fundist, þar á meðal kirkja sem stóð líklega í kringum árið þúsund auk fjölmargra grafa úr kristni og heiðni. Alls hafa þar fundist 26 beinagrindur. Þegar Jesse Byock og hópur hans hófu hins vegar að grafa á ný á staðnum fyrir skemmstu óraði þau ekki fyrir því hvað þau myndu finna. Í ljós kom skammt frá kirkjunni stærðarinnar landnámsskáli, svokallað langhús, og hefur hópurinn þegar grafið upp tuttugu og tveggja metra langan útvegg. Byock segir að skálinn liggi ofan á svokölluðu landnámslagi og það þýði að hann hafi verið byggður eftir árið 870. Í húsum frá þessum tíma sé landnámslagið alltaf inni í torfi svo húsið sé líklega frá tíundu öld. Vísindamennirnir telja að húsið hafi verið yfirgefið og aldrei byggt ofan á það þannig að húsið hefur legið ósnert í yfir þúsund ár. Þegar er búið að grafa niður á eldaskálann í húsinu en það er verkefni næstu ára að kanna hvort aðrir hlutar hússins hafi varðveist jafnvel. Í eldskálanum að Hrísbrú hefur fundist langbekkur og búið er að grafa frá honum niður á gólf. Þar hefur margt forvitnilegt komið í ljós sem vitnar um efnahag þeirra sem þar bjuggu. Phillip L. Walker, prófessor í beinafræði, sem vinnur að verkefninu segir að á milli bekkjarins og gólfsins hafi fundist perlur og hlutir úr járni og það gefi til kynna auðæfi að slíkt skuli hafa verið skilið eftir á gólfinu. Frá því er sagt í Egilssögu að Egill hafi í ellinni búið hjá fósturdóttur sinni Þórdísi og manni hennar Grími Svertingssyni að Mosfelli. Sá var lögsögumaður og þá væntanlega efnaður og því vakna þær spurningar hvort Egill hafi legið í eldskálanum í ellinni. Jesse Byock vill sem minnst segja um það en augljóst sé að húsið sé stórt miðað við þennan tíma en það geti því vel verið. Sem fyrr segir eiga vísindamennirnir mikið verk fyrir höndum að grafa upp meira af skálanum á Hrísbrú og verður það væntanlega verkefni næstu sumra. Í vetur bíður þeirra hins vegar það verkefni að vinna úr rannsóknum sumarsins. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Fornleifafræðingar við uppgröft að Hrísbrú í Mosfellsdal hafa grafið niður á stóran landnámsskála þar sem hugsanlegt er að Egill Skallagrímsson hafi borið beinin. Stærð skálans og munir sem fundist hafa við uppgröftinn renna stoðum undir það að þar hafi búið höfðingjar á landnámsöld. Fornleifauppgröftur hefur staðið yfir undanfarin sumur á Hrísbrú undir stjórn Jesses Byocks, prófessors í fornnorrænum fræðum við Kaliforníuháskóla. Þar hefur margt merkilegt fundist, þar á meðal kirkja sem stóð líklega í kringum árið þúsund auk fjölmargra grafa úr kristni og heiðni. Alls hafa þar fundist 26 beinagrindur. Þegar Jesse Byock og hópur hans hófu hins vegar að grafa á ný á staðnum fyrir skemmstu óraði þau ekki fyrir því hvað þau myndu finna. Í ljós kom skammt frá kirkjunni stærðarinnar landnámsskáli, svokallað langhús, og hefur hópurinn þegar grafið upp tuttugu og tveggja metra langan útvegg. Byock segir að skálinn liggi ofan á svokölluðu landnámslagi og það þýði að hann hafi verið byggður eftir árið 870. Í húsum frá þessum tíma sé landnámslagið alltaf inni í torfi svo húsið sé líklega frá tíundu öld. Vísindamennirnir telja að húsið hafi verið yfirgefið og aldrei byggt ofan á það þannig að húsið hefur legið ósnert í yfir þúsund ár. Þegar er búið að grafa niður á eldaskálann í húsinu en það er verkefni næstu ára að kanna hvort aðrir hlutar hússins hafi varðveist jafnvel. Í eldskálanum að Hrísbrú hefur fundist langbekkur og búið er að grafa frá honum niður á gólf. Þar hefur margt forvitnilegt komið í ljós sem vitnar um efnahag þeirra sem þar bjuggu. Phillip L. Walker, prófessor í beinafræði, sem vinnur að verkefninu segir að á milli bekkjarins og gólfsins hafi fundist perlur og hlutir úr járni og það gefi til kynna auðæfi að slíkt skuli hafa verið skilið eftir á gólfinu. Frá því er sagt í Egilssögu að Egill hafi í ellinni búið hjá fósturdóttur sinni Þórdísi og manni hennar Grími Svertingssyni að Mosfelli. Sá var lögsögumaður og þá væntanlega efnaður og því vakna þær spurningar hvort Egill hafi legið í eldskálanum í ellinni. Jesse Byock vill sem minnst segja um það en augljóst sé að húsið sé stórt miðað við þennan tíma en það geti því vel verið. Sem fyrr segir eiga vísindamennirnir mikið verk fyrir höndum að grafa upp meira af skálanum á Hrísbrú og verður það væntanlega verkefni næstu sumra. Í vetur bíður þeirra hins vegar það verkefni að vinna úr rannsóknum sumarsins.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira