Ullrich ætlar að snúa sér annað

Þýski hjólreiðakappinn Jan Ullrich ætlar ekki að aðhafast frekar í máli sínu gegn liði T-mobile sem rak hann úr hópnum á dögunum vegna tengsla hans við rannsókn á lyfjamisnotkun. Ullrich, sem sigraði í Frakklandshjólreiðunum árið 1997 og hefur fimm sinnum hafnað í öðru sæti, segist þess í stað ætla að finna sér nýtt lið til að hjóla fyrir og stefnir á að vinna Frakklandshjólreiðarnar einu sinni enn áður en hann hættir.