Sport

Íhugar að létta sig

Ricky Hatton ætlar að leggja Bandaríkin að fótum sér á næstu árum
Ricky Hatton ætlar að leggja Bandaríkin að fótum sér á næstu árum NordicPhotos/GettyImages

Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton, sem er orðinn áhorfendum Sýnar af góðu kunnur, íhugar nú að fara niður um þyngdarflokk í kjölfar þess að Kanadamaðurinn Arturo Gatti tapaði fyrir Carlos Baldomir um helgina. Hatton er í sama þyngdarflokki og Gatti, en sá var hugsaður sem næsti andstæðingur Bretans þangað til hann tapaði um helgina í bardaga sem sýndur var á Sýn.

Faðir og umboðsmaður Hatton segir að næsti bardagi sonar síns sé fyrirhugaður í Bandaríkjunum í desember, en bendir á að enn eigi eftir að velja andstæðing handa honum.

"Hnefaleikar í dag snúast um peninga og sjónvarpsáhorf. Það er virðingarvert að berjast um meistarabeltin, en það eru ekki þau sem ráða því hvernig menn raðast niður," sagði Hatton eldri og segir að vel komi til greina fyrir Ricky að afsala sér WBC-belti sínu ef góður andstæðingur finnst í lægri þyngdarflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×