Erlent

Þriðjungur fallinna börn

Þriðjungur þeirra sem fallið hefur í átökum milli Ísraels og Líbanon eru börn. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að deilunni yrði að ljúka strax til að koma í veg fyrir að fleiri saklausir borgarar láti lífið. Hann hvatti Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að grípa til aðgerða til að stöðva átökin. Talið er að yfir þrjú hundruð manns hafi látið lífið í átökunum.

Hjálparsamtök vara við neyðarástandi meðal flóttamanna sem hafa hrakist frá heimilum sínum í Líbanon



Fleiri fréttir

Sjá meira


×