Erlent

Hafnbann á Líbanon

MYND/AP

Ísraelsk herskip gæta þess nú að engin skip komist inn í líbanskar hafnir og öllu flugi hefur verið beint frá alþjóðaflugvellinum í Beirút yfir til Kýpur eftir að þrjár eldflaugar lentu á flugbrautum þar. Talsmaður Ísraelshers sagði flugvöllinn hafa verið notaðan til að sjá skæruliðasamtökunum Hezbollah fyrir vopnum.

Ástæða árása Ísraela er mannrán Hezbollah á tveimur ísraelskum hermönnum Allar samgöngur milli Beirút og Suður-Líbanons liggja nú niðri eftir sprengjuárásir Ísraela á vegakerfi og brýr í Suður-Líbanon. Mikill fólksflótti er nú frá Beirút og liggur straumurinn að mestu í austurátt yfir til nágrannalandsins Sýrlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×