Innlent

Nýjar áherslur í öldrunarmálum

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, kynnti í dag áherslur sínar í öldrunarmálum með bæklingnum Ný sýn - Nýjar áherslur. Gert er ráð fyrir að heimahjúkrun verði aukin og efld þannig að unnt sé að veita hana um kvöld, helgar og nætur þegar þess gerist þörf. Miðað er við að á stærstu þéttbýlisstöðum landsins verði komið á fót skipulagðri vaktþjónustu allan sólarhringinn.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra mun nú þegar hefja vinnu við heildarendurskoðun laga um málefni aldraðra til að skapa umgjörðina um breyttar áherslur í öldrunarþjónustunni. Markmið með endurskoðun laganna eru meðal annarra að skýra betur verkaskiptingu og ábyrgð þeirra sem sinna öldrunarþjónustu og endurskilgreina með þessu stjórnskipulag öldrunarþjónustunnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×