Innlent

Valgerður og Geir votta Indverjum samúð

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra hafa sent starfsbræðrum sínum í Indlandi samúðarskeyti vegna sprengjuárásanna á lestakerfið í Mumbei. Valgerður ítrekaði ennfremur stuðning íslenskra stjórnvalda við baráttuna gegn alþjóðlegum hryðjuverkum.

Enn hefur ekki verið upplýst hver ber ábyrgð á hryðjuverkunum en jafnvel er talið að hryðjuverkunum sé ætlað að kynda undir spennu í deilu Indlands og Pakistans í Kasmírhéraði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×