Innlent

Ölvaður og réttindalaus ökumaður

Aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um ölvaðan ökumann á ferð um Suðureyri, hafði hann þá skömmu áður ekið á aðra bifreið. Ökumaðurinn reyndist réttindalaus í ofanálag en hann er ekki enn kominn á bílprófsaldurinn.

Þegar lögreglumenn óku inn á Suðureyri sáu þeir umrædda bifreið, úti í skurði. Skömmu síðar voru tveir ungir menn handteknir grunaðir um að hafa verið á bifreiðinni og viðurkenndi annar þeirra að hafa verið ökumaður. Hann blés í alkómæli sem sýndi að áfengi í útöndun hans var 2 ‰.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×