Innlent

Jarðborun við Kárahnjúka

Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Ekkert má nú út af bera við borun jarðganga við Kárahnjúka, svo ekki verði tafir á afhendingu raforku til álversins í Reyðarfirði á næsta ári.

Þrír borar vinna að verkinu og er það aðeins bor númer eitt sem stenst áætlun og lýkur sínum áfanga í næsta mánuði. Samtals hafa borarnir þrír borað tæpa 40 kílómetra og eru nú tæpir sex kílómetar eftir. Þar hafa bor númer tvö og þrjú átt í miklum erfiðleikum vegna lausra berglaga og annar þeirra meira og minna verið úr leik í hátt í ár.

Þegar borunum lýkur, sem væntanlega verður seitn í haust, er öll frágangsvinna eftir og til stóð að hleypa vatni á göngin fyrsta apríl á næsta ári. Nú er ljóst að það muni tejfast um einn til tvo mánuði að sögn Þorsteins Hilmarssonar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, en í samráði við Fjarðaál séu nú uppi áætlanir um að keyra orkuverið og álverið hraðar upp eftir að vatn fæst, en áætlað var í upphafi, auk þess sem Landsvirkjun geti í fyrstu útvegað raforku eftir Landskerfinu til að mæta uppkeyrslu álversins í tæka tíð. Verulegur kostnaðarauki hefur orðið vegna tafanna, en að sögn Þorsteins er hann ekki orðinn umfram það sem Landsvirkjun áætlaði í kostnaðarauka vegna óvæntra atvika, sem er umþað bil tíu milljarðar króna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×