Innlent

Stjórn Sálfræðingafélags Íslands í mál við Samkeppniseftirlitið

Stjórn Sálfræðingafélags Íslands hefur ákveðið að fara í mál vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá í janúar síðastliðnum. Áfrýjunarnefnd úrskurðaði þá að fella úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu bæri að semja við sálfræðinga um greiðsluþáttöku hins opinbera vegna sálfræðiviðtala. Stjórnin telur ástæðu til að fara í mál þar sem að málið varðar réttindamál stéttarinnar og er um mikilvægt hagsmunamál sálfræðinga sem og sjúklinga að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×