Innlent

Avion dregur Exel til ábyrgðar

Stjórnendur Avion Group ætla að draga stjórnendur dótturfélagsins Exel til ábyrgðar fyrir að hafa ekki fylgt góðum reikningsskilavenjum þegar stjórnendur Exel sömdu um þjónustu við Alpha Airports síðastliðið sumar. Afsláttur í þeim viðskiptum var veittur í formi Kreditnótu í stað þess að tekjufæra hann. Málið hefur vakið eftirtekt í erlendum fjölmiðlum, en í tilkynningu frá Avion Group segir að Avion sé búið að upplýsa alla hutaðeigandi um málið og leiðrétta mistökin með tíu milljóna dollara niðurfærslu í samráði við endurskoðendur. Einnig segir að Avion standi eftir sem áður við þær áætlanir sínar að hagnaður af rekstri félagsins verði 165 milljónir dollara, eftir skatta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×