Rán í Þingholtunum
Karlmaður, sem talinn er vera á þrítugsaldri, rændi verslun í Þingholtunum í gærkvöldi og komst undan. Agreiðslukona var ein í versluninni þegar ræningjann bar að garði, enda stóð úrslitaleikur heimsmesitarakeppninnar í knattspyrnu sem hæst. Hann hótaði stúlkunni með sprautunál, sem hann hefur líklega sagt að væri smituð, og hafði á brott með sér alla fjármuni úr peningakassanum. Hann er ófundinn