Innlent

Ók ölvaður og án ökuleyfis

Mynd/GVA

Lögreglan á Borgarnesi stöðvaði sextán manns fyrir of hraðann akstur um helgina. Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur, í öðru tilvikinu ungur piltur sem var að koma frá írskum dögum á Akranesi. Drengurinn var bæði ölvaður og ók án ökuleyfis eftir að hafa verið sviptur fyrir umferðarlagabrot nokkru áður. Þá veltu fjórir útlendingar bíl sínum á malarvegi og segir lögreglan að rekja megi slysið til kunnáttuleysis útlendingana. Þeir hafi ekki ekið miðað við aðstæður. Einn útlendinganna slasaðist. Hann var ekki í belti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×