Innlent

Fyllerí á Akranesi

Lögreglan á Akranesi segir að ástandið í bænum hafi ekki skánað í nótt. Allt tiltækt lögreglulið stóð vaktina vegna mikillra ólæta nóttina áður. Unglingafyllerí hefur sett svip sinn á hátíðina Írskir dagar sem lýkur í dag. Fjórir gistu fangageymslu í nótt vegna ólæta og þrír voru teknir ölvaðir undir stýri.

Lögreglan segir ökumenn geta blásið í áfengismæli áður en þeir leggi heim í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×