Innlent

Boðar bjarta framtíð

Stefán Eiríksson nýskipaður lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins boðar betri löggæslu með sameiningu embætta.

Nýja embættið tekur til starfa um áramótin, en þar sameinast lögreglan í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði með tilheyrandi svæðum og sveitarfélögum. Stefán Eiríksson hefur verið skipaður lögreglustjóri og segir hann að nú taki við mikil vinna við að móta embættið og stilla saman strengi.

Stefán segist ekki óttast að með nýja embættinu sé verið að búa til bákn, en segir það verða byggt á því trausti sem lögreglan nýtur í dag. Stefán hefur aldrei starfað í lögreglunni, en hann segir það ekki koma að sök.

Stefán segir borgarana geta treyst því að lögreglan bregðist skjótt við og aðstoði þegar á þarf að halda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×