Avion sagt hafa hagrætt bókhaldi 7. júlí 2006 18:52 Dótturfyrirtæki Avion í Bretlandi, Excel Airways, er sakað um að hafa hagrætt bókhaldi sínu á síðasta ári þannig að milliuppgjör sýndi milljarði króna betri stöðu en raunin var. Milliuppgjörið var lagt til grundvallar í hlutafjárútboði Avion undir lok síðasta árs. Avion hefur nú leiðrétt ársuppgjör dótturfyrirtækisins. Málið snýst um viðskipti á milli Excel flugfélagsins sem er í eigu Avion og þjónustufyrirtækisins Alpha Airports, sem meðal annars sér um matarþjónustu fyrir flugfélög. Vegna þessa máls hafa hausar fengið að fljúga hjá Alpha - meðal annars framkvæmastjórinn og fjármálstjórinn. Breska blaðið The Independent greinir frá því að Alpha hafi hjálpað Excel við að hagræða uppgjöri sínu á síðasta ári. Nánar tilgreint hafi Excel farið fram á það að reikningur uppá 7,5 milljónir punda eða jafnvirði rúmlega milljarðs króna yrði ekki færður síðasta sumar heldur yrði beðið með að senda þennan milljarðsreikning til hausts. Málið verður opinbert þegar endurskoðendur Alpha neituðu að skrifa uppá reikninga félagsins vegna þessara færslna, sem þóttu ekki samræmi við góða viðskiptahætti hjá skráði hlutafélagi. Úppgjörsár Excel enda í október í fyrra þannig að þessi útgjöld uppá milljarð voru færð á næsta reikningsár, sé blaðafregnum trúað. Sýndi því ársuppgjörið betri stöðu um milljarð en ella hefði orðið. þetta er mikilvægt fyrir Íslenska fjárfesta því þarna er verið að gefa í skyn að rangar upplýsngar hafi legið til grundvallar hlutafjárútboði Avion group undir lok síðasta árs. Gríðarlegur áhugi var fyrir útboðinu og fengu færri en vildu - seld voru hlutir fyrir tíu milljarða en íslenskir fjárfestar, aðallega lífeyrissjóðir, verðbréfa og fjárfestingasjóðir voru tilbúnir að kaupa fyrir hundrað milljarða. Spurningar vakna því hvort þessir fjárfestar byggðu mat sitt á réttum upplýsingum eða röngum. Í mai gaf Avion út yfirlýsingu um að félagið vissi ekki til þess að neitt óeðlilegt hafi átt sér stað við bókhaldslega meðferð viðskiptanna á milli Excel og Alpha. En á dögunum þegar Avion kynnti milliuppgjör fjallaði Magnús Þorsteinsson, stjórnarfomaður Avion um þetta mál í yfirlýsingu. Kom fram að rannsókn á málinu væri ekki lokið en félagið hefði ákveðið að "leiðrétta" bókhald Excel fyrir árið 2005. Er uppgjörið leiðrétt um jafnvirði 750 milljónir króna - og samkvæmt upplýsingafulltrúa Avion er þetta virði þessara upphaflegu reikningsviðskipta uppá milljarð - mínus skattaáhrif. Talsmaður Avion hafnar því að þarna sé verið að viðurkenna að bókhaldið hafi verið upphaflega rangfært "Við teljum okkur ekkert hafa gert rangt", segir Dögg Hjaltalín, talsmaður Avion í samtali við NFS og segir "varúðarsjónarmið" hafa legið til grundvallar. En það bendir til þess að Magnúsi Þorsteinssyni stjórnarformanni hafi ekki alfarið líkað tilfæringarnar hjá dótturfyrirtækinu Excel því í fyrrnefndri yfirlýsingu er þess getið að stjórn Avion hafi ákveðið að ... "styrkja yfirstjórn Excel flugfélagsins" - en ekki er nánar tilgreint í hverju styrkingin felist. Fréttir Innlent Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Dótturfyrirtæki Avion í Bretlandi, Excel Airways, er sakað um að hafa hagrætt bókhaldi sínu á síðasta ári þannig að milliuppgjör sýndi milljarði króna betri stöðu en raunin var. Milliuppgjörið var lagt til grundvallar í hlutafjárútboði Avion undir lok síðasta árs. Avion hefur nú leiðrétt ársuppgjör dótturfyrirtækisins. Málið snýst um viðskipti á milli Excel flugfélagsins sem er í eigu Avion og þjónustufyrirtækisins Alpha Airports, sem meðal annars sér um matarþjónustu fyrir flugfélög. Vegna þessa máls hafa hausar fengið að fljúga hjá Alpha - meðal annars framkvæmastjórinn og fjármálstjórinn. Breska blaðið The Independent greinir frá því að Alpha hafi hjálpað Excel við að hagræða uppgjöri sínu á síðasta ári. Nánar tilgreint hafi Excel farið fram á það að reikningur uppá 7,5 milljónir punda eða jafnvirði rúmlega milljarðs króna yrði ekki færður síðasta sumar heldur yrði beðið með að senda þennan milljarðsreikning til hausts. Málið verður opinbert þegar endurskoðendur Alpha neituðu að skrifa uppá reikninga félagsins vegna þessara færslna, sem þóttu ekki samræmi við góða viðskiptahætti hjá skráði hlutafélagi. Úppgjörsár Excel enda í október í fyrra þannig að þessi útgjöld uppá milljarð voru færð á næsta reikningsár, sé blaðafregnum trúað. Sýndi því ársuppgjörið betri stöðu um milljarð en ella hefði orðið. þetta er mikilvægt fyrir Íslenska fjárfesta því þarna er verið að gefa í skyn að rangar upplýsngar hafi legið til grundvallar hlutafjárútboði Avion group undir lok síðasta árs. Gríðarlegur áhugi var fyrir útboðinu og fengu færri en vildu - seld voru hlutir fyrir tíu milljarða en íslenskir fjárfestar, aðallega lífeyrissjóðir, verðbréfa og fjárfestingasjóðir voru tilbúnir að kaupa fyrir hundrað milljarða. Spurningar vakna því hvort þessir fjárfestar byggðu mat sitt á réttum upplýsingum eða röngum. Í mai gaf Avion út yfirlýsingu um að félagið vissi ekki til þess að neitt óeðlilegt hafi átt sér stað við bókhaldslega meðferð viðskiptanna á milli Excel og Alpha. En á dögunum þegar Avion kynnti milliuppgjör fjallaði Magnús Þorsteinsson, stjórnarfomaður Avion um þetta mál í yfirlýsingu. Kom fram að rannsókn á málinu væri ekki lokið en félagið hefði ákveðið að "leiðrétta" bókhald Excel fyrir árið 2005. Er uppgjörið leiðrétt um jafnvirði 750 milljónir króna - og samkvæmt upplýsingafulltrúa Avion er þetta virði þessara upphaflegu reikningsviðskipta uppá milljarð - mínus skattaáhrif. Talsmaður Avion hafnar því að þarna sé verið að viðurkenna að bókhaldið hafi verið upphaflega rangfært "Við teljum okkur ekkert hafa gert rangt", segir Dögg Hjaltalín, talsmaður Avion í samtali við NFS og segir "varúðarsjónarmið" hafa legið til grundvallar. En það bendir til þess að Magnúsi Þorsteinssyni stjórnarformanni hafi ekki alfarið líkað tilfæringarnar hjá dótturfyrirtækinu Excel því í fyrrnefndri yfirlýsingu er þess getið að stjórn Avion hafi ákveðið að ... "styrkja yfirstjórn Excel flugfélagsins" - en ekki er nánar tilgreint í hverju styrkingin felist.
Fréttir Innlent Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent