Avion sagt hafa hagrætt bókhaldi 7. júlí 2006 18:52 Dótturfyrirtæki Avion í Bretlandi, Excel Airways, er sakað um að hafa hagrætt bókhaldi sínu á síðasta ári þannig að milliuppgjör sýndi milljarði króna betri stöðu en raunin var. Milliuppgjörið var lagt til grundvallar í hlutafjárútboði Avion undir lok síðasta árs. Avion hefur nú leiðrétt ársuppgjör dótturfyrirtækisins. Málið snýst um viðskipti á milli Excel flugfélagsins sem er í eigu Avion og þjónustufyrirtækisins Alpha Airports, sem meðal annars sér um matarþjónustu fyrir flugfélög. Vegna þessa máls hafa hausar fengið að fljúga hjá Alpha - meðal annars framkvæmastjórinn og fjármálstjórinn. Breska blaðið The Independent greinir frá því að Alpha hafi hjálpað Excel við að hagræða uppgjöri sínu á síðasta ári. Nánar tilgreint hafi Excel farið fram á það að reikningur uppá 7,5 milljónir punda eða jafnvirði rúmlega milljarðs króna yrði ekki færður síðasta sumar heldur yrði beðið með að senda þennan milljarðsreikning til hausts. Málið verður opinbert þegar endurskoðendur Alpha neituðu að skrifa uppá reikninga félagsins vegna þessara færslna, sem þóttu ekki samræmi við góða viðskiptahætti hjá skráði hlutafélagi. Úppgjörsár Excel enda í október í fyrra þannig að þessi útgjöld uppá milljarð voru færð á næsta reikningsár, sé blaðafregnum trúað. Sýndi því ársuppgjörið betri stöðu um milljarð en ella hefði orðið. þetta er mikilvægt fyrir Íslenska fjárfesta því þarna er verið að gefa í skyn að rangar upplýsngar hafi legið til grundvallar hlutafjárútboði Avion group undir lok síðasta árs. Gríðarlegur áhugi var fyrir útboðinu og fengu færri en vildu - seld voru hlutir fyrir tíu milljarða en íslenskir fjárfestar, aðallega lífeyrissjóðir, verðbréfa og fjárfestingasjóðir voru tilbúnir að kaupa fyrir hundrað milljarða. Spurningar vakna því hvort þessir fjárfestar byggðu mat sitt á réttum upplýsingum eða röngum. Í mai gaf Avion út yfirlýsingu um að félagið vissi ekki til þess að neitt óeðlilegt hafi átt sér stað við bókhaldslega meðferð viðskiptanna á milli Excel og Alpha. En á dögunum þegar Avion kynnti milliuppgjör fjallaði Magnús Þorsteinsson, stjórnarfomaður Avion um þetta mál í yfirlýsingu. Kom fram að rannsókn á málinu væri ekki lokið en félagið hefði ákveðið að "leiðrétta" bókhald Excel fyrir árið 2005. Er uppgjörið leiðrétt um jafnvirði 750 milljónir króna - og samkvæmt upplýsingafulltrúa Avion er þetta virði þessara upphaflegu reikningsviðskipta uppá milljarð - mínus skattaáhrif. Talsmaður Avion hafnar því að þarna sé verið að viðurkenna að bókhaldið hafi verið upphaflega rangfært "Við teljum okkur ekkert hafa gert rangt", segir Dögg Hjaltalín, talsmaður Avion í samtali við NFS og segir "varúðarsjónarmið" hafa legið til grundvallar. En það bendir til þess að Magnúsi Þorsteinssyni stjórnarformanni hafi ekki alfarið líkað tilfæringarnar hjá dótturfyrirtækinu Excel því í fyrrnefndri yfirlýsingu er þess getið að stjórn Avion hafi ákveðið að ... "styrkja yfirstjórn Excel flugfélagsins" - en ekki er nánar tilgreint í hverju styrkingin felist. Fréttir Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Dótturfyrirtæki Avion í Bretlandi, Excel Airways, er sakað um að hafa hagrætt bókhaldi sínu á síðasta ári þannig að milliuppgjör sýndi milljarði króna betri stöðu en raunin var. Milliuppgjörið var lagt til grundvallar í hlutafjárútboði Avion undir lok síðasta árs. Avion hefur nú leiðrétt ársuppgjör dótturfyrirtækisins. Málið snýst um viðskipti á milli Excel flugfélagsins sem er í eigu Avion og þjónustufyrirtækisins Alpha Airports, sem meðal annars sér um matarþjónustu fyrir flugfélög. Vegna þessa máls hafa hausar fengið að fljúga hjá Alpha - meðal annars framkvæmastjórinn og fjármálstjórinn. Breska blaðið The Independent greinir frá því að Alpha hafi hjálpað Excel við að hagræða uppgjöri sínu á síðasta ári. Nánar tilgreint hafi Excel farið fram á það að reikningur uppá 7,5 milljónir punda eða jafnvirði rúmlega milljarðs króna yrði ekki færður síðasta sumar heldur yrði beðið með að senda þennan milljarðsreikning til hausts. Málið verður opinbert þegar endurskoðendur Alpha neituðu að skrifa uppá reikninga félagsins vegna þessara færslna, sem þóttu ekki samræmi við góða viðskiptahætti hjá skráði hlutafélagi. Úppgjörsár Excel enda í október í fyrra þannig að þessi útgjöld uppá milljarð voru færð á næsta reikningsár, sé blaðafregnum trúað. Sýndi því ársuppgjörið betri stöðu um milljarð en ella hefði orðið. þetta er mikilvægt fyrir Íslenska fjárfesta því þarna er verið að gefa í skyn að rangar upplýsngar hafi legið til grundvallar hlutafjárútboði Avion group undir lok síðasta árs. Gríðarlegur áhugi var fyrir útboðinu og fengu færri en vildu - seld voru hlutir fyrir tíu milljarða en íslenskir fjárfestar, aðallega lífeyrissjóðir, verðbréfa og fjárfestingasjóðir voru tilbúnir að kaupa fyrir hundrað milljarða. Spurningar vakna því hvort þessir fjárfestar byggðu mat sitt á réttum upplýsingum eða röngum. Í mai gaf Avion út yfirlýsingu um að félagið vissi ekki til þess að neitt óeðlilegt hafi átt sér stað við bókhaldslega meðferð viðskiptanna á milli Excel og Alpha. En á dögunum þegar Avion kynnti milliuppgjör fjallaði Magnús Þorsteinsson, stjórnarfomaður Avion um þetta mál í yfirlýsingu. Kom fram að rannsókn á málinu væri ekki lokið en félagið hefði ákveðið að "leiðrétta" bókhald Excel fyrir árið 2005. Er uppgjörið leiðrétt um jafnvirði 750 milljónir króna - og samkvæmt upplýsingafulltrúa Avion er þetta virði þessara upphaflegu reikningsviðskipta uppá milljarð - mínus skattaáhrif. Talsmaður Avion hafnar því að þarna sé verið að viðurkenna að bókhaldið hafi verið upphaflega rangfært "Við teljum okkur ekkert hafa gert rangt", segir Dögg Hjaltalín, talsmaður Avion í samtali við NFS og segir "varúðarsjónarmið" hafa legið til grundvallar. En það bendir til þess að Magnúsi Þorsteinssyni stjórnarformanni hafi ekki alfarið líkað tilfæringarnar hjá dótturfyrirtækinu Excel því í fyrrnefndri yfirlýsingu er þess getið að stjórn Avion hafi ákveðið að ... "styrkja yfirstjórn Excel flugfélagsins" - en ekki er nánar tilgreint í hverju styrkingin felist.
Fréttir Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent