Innlent

Fá ekki greiðslur frá tryggingarfélögum

Foreldrar barna sem greinast með langvinna sjúkdóma fá ekki greiddar greiðslur frá tryggingarfélögum ef börnin greinast fyrir þriggja mánaða aldur.

Margrét Össurardóttir móðir, tíu mánaða langveikrar stúlku fær engar launagreiðslur í veikindum barnsins vegna þess að það greindist með sjúkdóms sinni tveimur mánuðum áður en nýtt frumvarp um launagreiðslur foreldrar í veikindum barna tók gildi.

Kristjana Líf, dóttir Margrétar, er greind með Williamsheilkenni sem felur meðal annars í sér hjartagalla og greindarskerðingu. Oft hefur því verið líkt við Downs heilkennið og segir Margrét því þyki sér undarlegt hún fái greiddar 34000 krónur í umönnunarbætur á meðan foreldrar barna með Downs fari sjálfkrafa í efsta flokk umönnunarbóta og fái þar með um 70 000 krónur.

Margrét bjóst þó við að líf og sjúkdómatrygging sín næði einnig yfir barnið sitt eins og henni hafði verið kynnt þegar hún keypti trygginguna en tímasetningar stóðu enn illa á. Kristjana litla var greind tveggja mánaða með sjúkdóm sinn og frá tryggingarfélaginu fékk Margrét þau svör að barnið hefði þurft að vera greint eftir þriggja mánaðaaldur til að tryggingarnar næðu yfir það.

Þessar reglur segir Margrét ósanngjarnar og í raun til þess fallnar að foreldrar bíði með að láta rannsaka börn sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×