Innlent

Ræða ráðstöfun mannvirkja varnarliðsins

Ráðstöfun mannvirkja á Keflavíkurflugvelli er aðal umræðuefnið í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjanna, sem var fram haldið í Þjóðmenningarhúsinu í morgun, eftir hlé síðan í apríl. Ekki er búist við að Bandaríkjamenn leggi fram varnaráætlun fyrir Ísland á fundinum, þótt þetta sé nefnt Varnarviðræður.

Mannvirkin, sem um ræðir eru meðal annars rúmlega 800 íbúðir og eru yfir 500 þeirra nú þegar tómar. Þá eru þar margvíslegar þjónustubyggingar eins og sundlaug, heilsugæslustöð, skólar, kvikmyndahús, tómstundahús, veitingahús, íþróttahús og fleira, auk umfangsmikilla hernaðarmannvirkja.Í þessum pakka eru meðal annars slökkvibílar vallarslökkviliðsins og allur búnaður þess, því ekki liggur enn fyrir hvort bílarnir verða fluttir úr landi í aðra herstöð. Tómas Hall, leiðir bandaríska viðræðuhópinn, en hann gjörþekkir alla innviði varnarstöðvarinnar eftir að hann var æðsti maður á Keflavíkurflugvelli fyrir nokkrum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×