Innlent

Actavis hækkar tilboð sitt í Pliva

Stjórnendur lyfjafyrirtækisins Actavís leggja ofur kapp á að kaupa króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og hefur nú tilkynnt hlutaðeigandi um þá fyrirætlan sína að gera yfirtökutilboð í allt hlutafé fyrirtækisins. Actavis hefur tvívegis hækkað tilboð sitt í félagið og nú síðast upp í 170 milljarða króna, eftir að stjórnin mælti með að hluthafar seldu bandarísku lyfjafyrirtæki Pliva í stað Actavis. Auk þessa hefur Actavis lagt inn umsókn til samkeppnisyfirvalda á öllum markaðssvæðum sínum, þar sem leitað er eftir samþykki við samruna Pliva og Actavis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×