Innlent

Samgönguráðherra grípi til aðgerða

MYND/Sigurður Jökull

Talsmaður neytenda vill að samgönguráðherra grípi til mótvægisaðgerða vegna afnáms hámarkstaxta leigubíla. Hann segist þó ekki mótfallinn afnáminu sjálfu.

Hámarkstaxti leigubíla var afnuminn um síðustu mánaðamót, þ.e. síðastliðinn laugardag. Það er samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í febrúar en það hefur verið á könnu stofnunarinnar hingað til að ákvarða þann taxta. Talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, vill sjá aðkomu samgönguráðherra að málinu, þ.e. í formi breyttrar reglugerðar um leigubifreiðar og stuðli þannig að auknu öryggi neytenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×