Sport

Umdeildur ráspóll hjá Schumacher

Schumacher sést hér aka um götur Mónakó í dag
Schumacher sést hér aka um götur Mónakó í dag AFP

Michael Schumacher varð hlutskarpastur í tímatökum fyrir Mónakókappaksturinn í Formúlu 1 í dag, en sigur hans var mjög umdeildur. Schumacher er sakaður um að hafa viljandi snúið bíl sínum á brautinni í síðasta hringnum til að hindra Fernando Alonso og fleiri sem voru að reyna að bæta tíma hans og rannsókn er hafin á atvikinu.

Liðsmenn Renault eru æfir yfir atvikinu og vilja meina að Schumacher hafi beitt bellibrögðum til að tryggja að hann næði ráspól, en hann heldur því sjálfur fram að hann hafi einfaldlega misst bílinn út af brautinni og ekki þorað að bakka strax inn aftur af ótta við að aka í fangið á þeim sem á eftir honum komu. Það er því ljóst að ekki er hægt að staðfesta að Schumacher verði á ráspól á morgun.

Fernando Alonso náði öðrum besta tímanum, Mark Webber varð óvænt í þriðja sæti, Kimi Raikkönen fjórði og Giancarlo Fisichella náði fimmta besta tímanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×