Sport

Ætlar sér stóra hluti í Ameríku

Ricky Hatton ætlar sér stóra hluti í Ameríku og keppir í fyrsta sinn þeim megin Atlantshafsins á laugardaginn
Ricky Hatton ætlar sér stóra hluti í Ameríku og keppir í fyrsta sinn þeim megin Atlantshafsins á laugardaginn NordicPhotos/GettyImages

Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton ætlar að sýna úr hverju hann er gerður á laugardagskvöldið þegar hann keppir sinn fyrsta bardaga í Bandaríkjunum. Bardaginn er sá fyrsti af þremur í samningi hans við HBO-sjónvarpsstöðina. Bardagi Hatton og Luis Collazo í Boston verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn á laugardagskvöldið.

"Ég berst eins og Bandaríkjamaður, eða kannski frekar eins og Mexíkói, svo ég ætti klárlega að vera hnefaleikari sem fellur Bandaríkjamönnunum vel í geð. Breskir hnefaleikaaðdáendur hafa tekið mér opnum örmum og ég vona að Bandaríkjamennirnir geri slíkt hið sama," sagði Hatton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×