Innlent

Fasteignaskattar hafa lækkað um 25% í Árborg

Bæjarstjórn Árborgar hefur ákveðið að lækka fasteignaskatta úr núll komma 37 prósentum í núll komma þrjátíu. Þessi lækkun bætist ofan á lækkun sem ákveðin hafði verið í desember í fyrra. Samtals hafa fasteignaskattar því lækkað um 25 prósent í Árborg. Fasteignaskattar hafa lækkað víða á suðvesturhorninu í kjölfar gífurlegrar hækkunar á fasteignaverði enda eru skattarnir reiknaðir út frá fasteignamati.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×