Innlent

Hjartalyf ÍE fær markaðsskráningu í Bandaríkjunum ef lokastig prófana er jákvætt

Íslensk erfðagreining hefur náð samkomulagi við lyfjaeftirlit Bandaríkjanna um prófanir á nýju hjartalyfi fyrirtækisins sem gengur enn undir heitinu DG031. Samkomulagið felur í sér viðurkenningu lyfjaeftirlitsins á því að prófunarferill lyfsins fullnægi stöðlum eftirlitsins og það fái því markaðsskráningu ytra ef niðurstöður síðustu prófana eru jákvæðar.

Um 3000 hjartasjúklingar víðsvegar um Bandaríkin munu taka þátt í þessum þriðja og síðasta hluta prófana lyfsins. Þetta eru sjúklingar sem eru í mikilli hættu að fá hjartaáfall vegna frávika í lífefnaferli sem lyfið hefur áhrif á. Kannað verður hvort notkun lyfsins hefur áhrif á tíðni hjartaáfalla, heilablóðfalla, innlagna vegna bráðrar hjartakveisu eða bráðrar kransæðavíkkunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×