Innlent

Gæsluvarðhald yfir Litháa staðfest

Hæstiréttur staðfesti í dag að Lithái, sem handtekinn  var með amfetamín í flöskum og brennisteinssýruþegar hann kom til  landsins í febrúar, verði í gæsluvarðhaldi þar til máli hans lýkur en þó ekki lengur en til 9. júní.



Í dómnum kemur fram að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum frá lyfjafræðistofnun Háskóla Íslands liggi fyrir að hin haldlögðu fíkniefni hafi reynst vera 2.040 ml af amfetamínvökva sem vóg 1.913,4 g. Styrkleiki vökvans hafi reynst vera 95%, 94% og 85% amfetamínbasi. Samanlögð þyngd efnisins í duftformi sem amfetamínsúlfat væri 2.383 g en efnið hefði þá náð 100% styrkleika. Samsvari innihaldið um 17,49 kg af amfetamíndufti með 10% styrkleika en það sé algengur styrkleiki amfetamíns í útþynntum neyslu­skömmtum. Sé þannig um að ræða mjög sterkt efni sem unnt sé að nota til tilbúnings á miklu magni af amfetamíni í neyslueiningar. Einnig hafi verið greind brennisteinssýra í 2 flöskum sem ákærði hafi að auki haft í fórum sínum, alls 1028,1 g, en sýruna megi nota til að vinna amfetamínvökva í neysluhæft form.

Kærði er undir rökstuddum grun um brot sem getur varðað allt að 12 ára fangelsi. Rannsókn málsins er á lokastigi. Eðli brotsins og umfang þess telst slíkt að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Teljast skilyrði 2. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 uppfyllt og ber því að taka kröfu lögreglustjórans í Reykjavík til greina eins og hún er fram sett, en ekki þykja efni til að beita vægari úrræðum. Dómari bendir á að rannsóknara beri skylda til að hraða rannsókn og meðferð málsins eins og hægt er.

Rannsókn málsins sé á lokastigi hjá embættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×