Innlent

Maður sleginn í andlitið

Maður á þrítugsaldri varð fyrir árás við Hverfisbarinn á Hverfisgötu um fimmleytið í morgun. Hann var sleginn hvað eftir annað þar til hann missti meðvitund. Vitni hringdu á lögreglunnar og var maðurinn fluttur á slysadeild Landspítalans. Hann er nú vaknaður og er samkvæmt lögreglunni ekki talinn vera alvarlega slasaður. Vitað er hver var að verki og hefur árásarmaðurinn gerst brotlegur áður. Ekki er þó enn vitað hvers vegna hann réðist að manninum en mannsins er enn leitað. Lögreglan mun yfirheyra fórnarlambið í dag þegar hann hefur jafnað sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×