Innlent

Kona á pallbíl stingur lögguna af

Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningu um óeðlilegt aksturslag konu á pallbíl í Ártúnsbrekkunni rétt upp úr átta í gærkvöld. Fljótlega sá lögreglan hvar konan kom brunandi niður brekkuna og áfram Miklubrautina. Hófst þá eftirför. Lögreglumenn á tveimur lögreglubílum reyndu að stöðva för hennar á Miklubraut á móts við Snorrabraut með því að keyra utan í bíl hennar. Pallbíllinn var þó af stærri gerðinni og komst hún undan. Hélt för hennar áfram, niður í bæ, gegnum Þingholtin og í átt að vesturbænum. Rétt fyrir hálf níu tókst lögreglunni loksins að stöðva konuna en þá var hún komin við hringtorgið við Ánanaust. Að sögn lögreglu skapaðist stórhætta með ökulagi konunnar sem hvergi sinnti stöðvunarskyldu og ók á ofsahraða á stóru ökutæki. Konan er grunuð um ölvun við akstur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×