Innlent

Silvía Nótt gefur út ljóðabók

Silvía Nótt áritaði nýútkomna ljóðabók sína, Teardrops of wisdom, eða viskutár í húsakynnum B&L í dag. Fjöldi manns var samankomin til að bera stórstjörnuna augum og eins og sönn stjarna mætti Silvía Nótt aðeins of seint. Svo virðist sem Silvía hafi nú skipt íslenskunni út fyrir enskuna en hún ávarpaði gesti á nær eingöngu á ensku. Nöfn tuttugu barna voru dregin úr potti og fengu þau ljóðabók Silvíu að gjöf og áritaði Silvía bækurnar. Að því loknu gekk hún um salinn og setti stjörnur á þá bíla sem henni þykja flottir, en Silvía Nótt er sögð mikil bílaáhugakona. Japanskir sjónvarpsmenn voru á staðnum en þeir eru að gera sjónvarpsþátt um Ísland og íslenska menningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×