Innlent

Fundi í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna lokið

Fundi í varnarviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna lauk fyrir um hálftíma í utanríkisráðuneytinu. Fyrir fundinn í dag vildu Albert Jónsson, sem fer fyrir íslensku samninganefndinni, og Carol van Voorst, sendiherra, sem fer fyrir þeirri bandarísku, ekkert tjá sig um gang mála. Yfirlýsingu beggja aðila er að vænta nú að fundi loknum og munum við greina frá þeim um leið og þær liggja fyrir. Varnarliðið hefur sent frá sér áætlun um hvernig staðið verði að samdrætti í þjónustu við varnarliðsmenn og lokun þjónustustofnana.

Samkvæmt henni munu sjö þjónustustöðvar loka strax í maímánuði og fimm í júní. Í maí mun t.d. útvarpsstöð vallarins verða lokað en það síðasta sem loka mun samkvæmt þessari áætlun, er pósthúsið. Því verður lokað hinn 28. september, enda verður þá fáir eða engir eftir í herstöðinni til að senda bréf.Varnarliðið sendui frá sér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×