Innlent

Skuldir borgarinnar lækkuðu um 1,5 milljarð króna

Mynd/GVA

Hreinar skuldir borgarsjóðs lækkuðu um 1,5 milljarð króna árið 2005. Borgarstjóri segir gott að geta skilað af sér góðu búi en ársreikningar Reykjavíkurborgar voru ræddir í borgarstjórn í dag.

Hreinar skuldir borgarsjóðs voru um sex hundruð milljón krónum lægri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. En heildarskuldir á hvern íbúa höfuðborgarinnar nema nú 184.000 krónum. Eignir borgarinnar jukust um 2,8 milljarða samkvæmt ársreikningnum. Rekstur borgarsjóðs og fyrirtækja Reykjavíkurborgar skilaði um fimm milljarða hagnaði en áætlanir höfðu gert ráð fyrir rekstrarhalla. Helstu skýringarnar á þessu eru gengishagnaður og lægri rekstrarkostnaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×