Sport

Enn markalaust hjá Boro og West Ham

Harewood og Riggott eigast við í leiknum.
Harewood og Riggott eigast við í leiknum. Getty
Enn er markalaust í undanúrslitaviðureign Middlesbrough og West Ham í enska bikarnum nú þegar leikmenn eru gengnir til búningsherbergja. Boromenn hafa verið líklegri til afreka en þó ekki átt nein dauðafæri.  Mark Schwartzer markvörður Boro þurfti að fara meiddur af leikvelli eftir samstuð við Dean Ashton framherja West Ham. Bradley Jones varamarkvörður tók stöðu hans í liðinu. Heilum fimm mínútum var bætt við fyrri hálfleikinn vegna tafa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×