Innlent

Hlaupið líklega búið að ná hámarki

MYND/NFS

Hlaupið í Skaftá nú er einstakt í söguni því þetta er fyrsta sinn sem hlaupið úr Skaftárkötlum hleypur fram á tveimur stöðum, í Skaftá og Tungnaá. Að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings, þá virðist sem hlaupið hafi náð hámarki en við upphaf þess var krafturinn í hlaupinu svo mikill að vatnið sprautaðist upp úr sprungum á jöklinum.

Vatnamælingamenn segjast aldrei hafa séð jafn stórt hlaup í Skaftá fyrr. Bóndinn á Hvammi segir að það kunni að vera komið í hámark. Þrýstingurinn sem myndaðist í eystri Skaftárkatli virðist hafa verið meiri nú en í öðrum hlaupum og er það því frábrugðið fyrri hlaupum. hlaupið dreifðist á stærra svæði, var mjög ákaft og hljóp meðal annars í Tungnaá

Þrýstingurinn sem myndaðist í eystri Skaftárkatli virðist hafa verið meiri nú en í öðrum hlaupum og er það því frábrugðið fyrri hlaupum. hlaupið dreifðist á stærra svæði, var mjög ákaft og hljóp meðal annars í Tungnaá

Mælar Orkustofnunar hafa ekki verið að virka sem skyldi en þó virðist sem hlaupið hafi náð hámarki en það hefur staðið í stað um nokkurn tíma.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×