Sport

Boltonmenn kjöldrógu Charlton

Kevin Davies setti tvö í dag.
Kevin Davies setti tvö í dag. Getty

Bolton unnu Charlton 4-1 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Charlton léku án Hermanns Hreiðarsonar sem er í banni. Ricardo Vaz Te kom Bolton á bragðið og áður en flautað var til hálfleiks höfðu þeir Kevin Davies og Javier Borgetti bætt við tveimur mörkum fyrir Bolton. Darren Bent minnkaði muninn úr vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleikinn en Kevin Davies skoraði annað mark sitt undir lok leiksins. Newcastle létu fjarveru Alan Shearer ekki á sig fá og unnu W.B.A 3-0 á heimavelli með mörkum frá Norberto Solano og Shola Ameobi sem skoraði tvö.

Í öðrum leikjum dagsins gerðu Everton og Birmingham markalaust jafntefli og Portsmouth unnu lánlausa Sunderlandmenn 2-1 með mörkum frá Todorov og Taylor eftir að Tommy Miller hafði komið Sunderland yfir snemma leiks.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×