Sport

Chelsea - Liverpool að hefjast

Momo Sissoko og Joe Cole eigast við í leik liðanna fyrr á leiktíðinni.
Momo Sissoko og Joe Cole eigast við í leik liðanna fyrr á leiktíðinni. Getty

Undanúrslitaleikur Chelsea og Liverpool í enska bikarnum er að hefjast á Old Trafford í Manchester. Ljóst má telja að hart verður barist. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Chelsea veit allt um Liverpool. Liðin hafa mæst níu sinnum undanfarin tvö ár. Liverpool hefur ekki tekist að leggja Chelsea að velli í fjórum tilraunum á þessari leiktíð

Sigur Chelsea á Newcastle í 8 liða úrslitum tryggði þeim sæti í undanúrslitum. Fyrirliðinn John Terry skoraði eina markið í leiknum.

Liverpool-menn eru líka sigurvissir en hafa ekki hátt um það. Og flestir vita af leynivopinu sem þeir luma á. Peter Crouch hefur verið hjá fimm liðum á jafnmörgum árum en risafæturnar hans hafa loksins fundið taktinn hjá Liverpool. Crouch er búinn að skora 10 mörk í vetur en nú bíður hans mesta áskorunin á fótboltavellinum fram til þessa.

Crouch hefur orð á sér fyrir að skora mikilvæg bikarmörk. Vítið hans fyrir Southampton sló erkifjendurna í Portsmouth út úr bikarkeppninni í fyrra. Skallinn hans fyrir Liverpool gegn Manchester United í 5. umferðinni í ár var enn þýðingarmeiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×