Innlent

Stórhríð á austfjörðum og ófærð

Enn er stórhríð á austfjörðum og ófærð. Búið er að aflýsa mokstri á Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarði. Jeppafært er á milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar en þæfingur frá Reyðarfirði suður með fjörðum. Stórhríð er milli Vopnafjarðar og Þórshafnar. Fært er frá Egilsstöðum norður yfir fjöll en þar er þó slæmt ferðaveður, hvasst og skyggni lítið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×