Innlent

Aflaheimildir af norsk-íslenskri síld hækka um 35,22%

MYND/Vísir

Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að hækka aflaheimildir af norsk-íslenskri síld um 35,22 prósent á þessu ári. Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu segir að í ljósi þess að ekkert bendi til þess að Norðmenn muni endurskoða ákvörðun sína um aflaheimildir í norsk-íslenskri síld árið 2006, hafi verið ákveðið að hækka veiðiheimildir íslenskra skipa úr tæplega 114 þúsund lestum í tæplega 153 þúsund lestir. Samningar um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum voru í gildi frá árinu 1996 til 2002 þegar Norðmenn neituðu að halda stjórnuninni áfram óbreyttri. Aðilar samningsins, Ísland, Evrópusambandið, Færeyjar, Noregur og Rússland, héldu þó áfram að stjórna veiðum sínum í samræmi við samninginn þangað til Norðmenn hækkuðu kvóta sinn einhliða á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×