Innlent

Níu ökumenn teknir fyrir hraðakstur

Mynd/Teitur

Umferðarmál voru stærsti málaflokkur liðinnar viku hjá lögreglunni á Hvolsvelli líkt og endranær. Níu ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðaksturs og tilkynnt var um tvær bílveltur. Ökumenn og farþegar sluppu með minniháttar meiðsl en bílarnir eru mikið skemmdir. Lögreglumenn klipptu skráningarnúmer af tveimur bílum sem ekki höfðu verið færðar til aðalskoðunnar síðan árið 2004. Þá var einn ökumaður handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur en hann hóf ökuferðina á Höfn í Hornafirði. Ökumaðurinn og farþegi sem var með honum í bíl voru báðir töluvert ölvaðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×