Innlent

Upplýsingablaða gefið út um Fjarðarbyggð

Mynd/GVA

Sveitafélagið Fjarðarbyggð hefur gefið úr sérstakt blað um sveitafélagið í rúmlega 60.000 eintökum. Í blaðinu er sagt frá þeirri uppbyggingu sem á sér stað í sveitafélaginu en í júní í sumar, þegar Mjóafjarðarhreppur, Austurbyggð og Fáskrúðsfjarðarhreppur sameinast undir nafninu Fjarðarbyggð, þá verður sveitafélagið fjölmennasta sveitafélagið á Austurlandi. Kvikmynda- og ráðstefnuhús opnar um næstu mánaðarmót á Reyðarfirði og gert er ráð fyrir að kvikmyndasýningar verði þrjár kvikmyndir á dag alla daga vikunnar. Hafnarumsvif hafa aukist mikið undanfarið í Fjarðarbyggð og nýr dráttarbátur er í smíðum í Hollandi. Þá verður listahátíð ungs fólks í Fjarðarbyggð, Sprotinn, haldin um helgina en hátíðin er haldin í fyrsta sinn og standa vonir til að hún verði árlegur viðburður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×