Innlent

Komum í Kvennaathvarfið fjölgaði á síðasta ári

MYND/Vísir

Komum í Kvennaathvarfið fjölgaði á síðasta ári miðað við fyrri ár. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Samtaka um kvennaathvarf fyrir árið 2005. Þar kemur einnig fram að aukningin gefi til kynna að kynbundið ofbeldis sé enn stórt vandamál í samfélaginu og það fari ekki minnkandi.

Árið 2005 voru skráðar komur í Kvennaathvarfið 557 talsins. Margar konur koma oft í viðtöl eða dvöl og á bak við 557 skráðar komur standa 283 konur. Þeim konum sem dvöldu í athvarfinu fylgdu 76 börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×