Innlent

Utanríkisstefna mótuð í lokuðum hópi

MYND/Heiða Helgadóttir

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingar, að stefnumótun íslenskrar utanríkisþjónustu sé of lokuð, hún fari eingöngu fram innan veggja Utanríkisráðuneytisins og taki ekki mið af sjónarmiðum utanríkismálanefndar þingsins, félagasamtaka eða almennings. Þetta kom fram á fyrirlestri hennar hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna í gær.

Hún segir utanríkismálanefnd ekki hafa rætt málið og að nefndin hafi ekki verið spurð um álit. Það vilji brenna við að utanríkismálastefna Íslands sé ákveðin af nokkrum mönnum sem ráðgast ekki nema hver við annan.

Þórunn telur að Ísland í Öryggisráðinu eigi að vera málsvari valdaminni þjóða sem sæti yfirgangi og skilningsleysi stórvelda, telur að megináherslan verði að vera á baráttu fyrir verndun mannréttinda og öryggi einstaklingsins, sérstaklega réttindi kvenna og barna. Þetta telur hún mikilvægara en útrýmingu kjarnavopna. Að hennar mati ber að líta á mannréttindi út frá sjónarhóli einstaklinga frekar en með áherslu á ríki og lönd. Hún leggur til að Ísland beiti sér fyrir mannréttindabaráttu víðar en einvörðungu í stríðshrjáðum löndum og vill að Ísland beiti sér fyrir verndun umhverfisins, sérstaklega þar sem það getur hjálpað til í baráttunni gegn fátækt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×