Innlent

Eldur í sinu

MYND/Vilhelm Gunnarsson

Sinueldur kom upp fyrir ofan Grafarholt rétt um hádegisbilið (LUM) og barst reykur yfir efstu hús. Að sögn slökkviliðsins náði eldurinn talsverðri útbreiðslu og mikill reykur steig til himins. Eldurinn barst þó ekki nærri húsum og var því engin hætta á ferðum.

Slökkviliðið var nánast búið að ráða niðurlögum eldsins nú um eitt-leytið en vill beina þeim tilmælum til fólks að vera ekki að leika sér að eldi, því þá getur farið verr en ætlað er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×