Innlent

Áhugi á samstarfi tengist brottflutningi Varnarliðsins

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. MYND/GVA

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, telur aukinn áhuga yfirmanns bandarísku strandgæslunnar á samstarfi við Landhelgisgæsluna, vera í samhengi við brottflutning Varnarliðsins héðan. Georg var með skömmum fyrirvara boðaður til fundar við yfirmann strangdgæslunnar í gær.

Hann heitir Thomas Collin, og er einn af þremur æðstu flotaforingjum Bandaríkjamanna. Collins óskaði eftir fundinum á föstudag þegar fyrir lá að hann færi um Ísland á leið sinni til Finnlands í gær og var fundurinn haldinnn á Keflavíkurflugvelli. Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og yfirmður Varnarliðsins sátu líka fundinn ásamt íslenskum embættismönnum.

Að sögn Georgs hefur Collins áhuga á nánu samstarfi stofnananna og býðst meðal annars til að þjálfa Íslendinga til gæsustarfa og efna til tímabundinna mannaskipta á milli, til dæmis að lána okkur flugmenn. Þá hefur Collins áhuga á að Íslendingar gerist aðilar að björgunarsmaningi Breta, Bandaríkjamanna og Kanadamanna á Norður-Atlantshafi og að samningi Bandaríkjamanna og Kanadamanna um eftirllit með skipaferðum á leið vestur um haf með aðgerðir gegn smygli og hryðjuverkum í huga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×